f1qiz9z37minh3y1qtjbqrsyt9q4u2 Dagny Gylfadottir | Ceramic | Iceland | Kaolin Keramik Galleri

Dagný Gylfadóttir

Ceramic Designer
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

Dagný Gylfadóttir er keramik-hönnuður sem útskrifaðist 2014 með BA(Hons) í Contemporary Applied Art frá the University of Cumbria í Englandi
Hún var tvö ár í diplóma keramik námi í Myndlistar skólanum í Reykjavík.
Sumarið 2014 stofnaði hún vinnustofu með öðrum hönnuðum í Íshúsi Hafnarfjarðar.

Dagný hannar 
undir merki DAYNEW.
Hennar innblástur kemur aðallega frá klassískum Sirkus munstrum. Rendur, tíglar, fánar, sikk sakk og sirkus tjöld spila stórt hlutverk í hönnun hlutanna.


DAYNEW leggur áherslu á að í hennar hönnun séu glaðlegir litir, og skemmtileg form, að það sé svona ákveðið “fun factor” í gangi.
Sækir hún þá einnig innblástur í barnæskuna með leikinn að leiðarljósi.

DAYNEW notar hálfgegnsætt postulín til að búa til kertastjaka og ljós kúpla. Á lokaárinu í Englandi sérhæfði hún sig í að renna gifs á gisrennibekk og búa til sérstök gifsmót og gifsmastera.

Nýjasta lína DAYNEW samanstendur af skemmtilegum útfærslum af fjöllum, Smáfjalla vasar, Fjallastjakar og Fjallavasinn.


Hún handmálar pastelliti og teiknar línur á sína muni.

© 2015 by Kaolin Keramik Galleri.

 Skólavörðustíg 5, 101 Reykjavík, Iceland.