f1qiz9z37minh3y1qtjbqrsyt9q4u2

Guðný Hafsteinsdóttir

Ceramic designer
  • Black Instagram Icon

Guðný Hafsteinsdóttir lauk kennaranámi frá KHÍ 1981 og síðan námi frá keramikdeild  MHÍ fimmtán árum seinna eða árið 1995. Hún var eina önn við nám við Iðnaðarháskólann í Helsinki í Finnlandi og sótti auk þess námskeið í Danmörku og Ungverjalandi.

Hún hefur í gegnum tíðina starfað jöfnum höndum sem kennari og keramiker og hefur aðallega kennt myndlist og skapandi skrif. Undanfarin 24 ár hefur hún rekið eigið stúdíó í samvinnu við aðra. Hún situr nú öðru sinni í stjórn Leirlistafélags Íslands og í gegn um tíðana nokkrum sinnum skipulagt og sett upp sýningar og ýmsa viðburði fyrir félagið. Hún sat í stjórn Hönnunmiðstöðvar í 4 ár hefur verið verkefnastjóri á HönnunarMars í tvígang.

Guðný hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, þá hefur hún verið virkur þátttakandi á HönnunarMars undanfarin ár.

Hún hefur hannað og gert borðbúnað fyrir veitingastaði. Var hönnuður umhverfisverðlauna iðnaðar- ráðuneytisins og gerði einnig Menningarverðlaun DV árið 2000. 

Hún fékk Skúlaverðlaunin 2018 en þau verðlaun eru veitt árlega af Handverki- og hönnun og Samtökum iðnaðarins.

Guðný starfar nú í stúdíóinu sínu  og kennir við Myndlistaskólann í Kópavogi.

Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Gudny Hafsteinsdottir
Guðný Hafsteinsdóttir að störfum
Vasar eftir Guðnýju Hafsteins
Kerastjakar Guðný Hafsteinsdóttir
flöskur eftir Guðnýju Hafsteins
Skúlaverðlaun_2018_Handverk_og_hönnun

© 2015 by Kaolin Keramik Galleri.

 Skólavörðustíg 5, 101 Reykjavík, Iceland.